Monday, January 19, 2015

WINTER ESSENTIALS

Það hefur svolítið vantað upp á innblástur hjá mér upp á síðkastið. Fyrstu dagarnir eftir hátíðarnar eru alltaf svolítið skringilegir. Þegar spariskónum hefur verið komið fyrir uppi í hillu, mataræði snýr aftur í tiltölulega eðlilegar horfur og rútínan kemst aftur í gang ræð ég ekki við nema að eiga svolítið erfitt með að koma mér í gang aftur. 
Yfirhöfuð þykir mér þessi árstími ekki alveg sá allra besti, þegar það er myrkur fram á hádegi og kuldaboli bítur fast. Á morgnana er það síðasta sem maður vill gera að fara undan hlýrri sænginni og út í kuldann. 
Þá er gott að hafa eitthvað til að hlakka til, eða að minnsta kosti gera gráan hversdaginn aðeins meira spennandi. Hérna eru þeir hlutir sem ég get ekki lifað án á veturna: 



1. Góður varasalvi  

Veturinn hefur ekki góð áhrif á varirnar mínar. Þær skrælna upp og enginn varasalvi nær að laga þær, en sá sem komist hefur næst því að virka er Lucas Papaw ointment. varasalvinn virkar mjög vel á þurra húð , ekki bara á varir og nýtist hann mér vel á veturna. Það var frænka mín í Ástralíu sem kynnti mig fyrir þessari dásemd fyrir nokkrum árum síðan og hefur túban enst mér furðulega lengi miðað við notkun. 




2. L´Occitane supple skin oil

Húðin mín verður mjög þurr á veturna og hef ég prufað alls konar krem  en ekkert hefur virkað almennilega á mig. Fyrr en ég prófaði þessa olíu frá L´Occitane. Án efa uppáhalds snyrtivaran mín og húðin mín hefur aldrei verið eins mjúk! 






3. Rauður varalitur

Ekkert lagar gràan dag eins og raudur varalitur. Á veturna á ég það til að vakna á seinustu stundu og hendast út úr dyrunum á núll einni. Þá er rauður varalitur mitt besta leynivopn til að líta ekki út eins og ég hafi verið dregin upp úr öskutunnu. 






4. Baugahyljari

Rétt eins og varaliturinn góði get ég varla lifað veturinn af án þess að eiga góðan baugahyljara þar sem  baugarnir mínir líta stundum nánast út eins og marblettir! Sá sem ég hef notað mest í gegnum árin er Make up store cover all mix. 







5. Góður kaffibolli 

Þetta er líklega mest ómissandi hluturinn á listanum mín. Án fyrsta kaffibollans kemst ég ekki framúr á veturna. Ekki séns. 







6. Hlý yfirhöfn 

Það dugar ekkert annað í miðjum íslenskum vetri. Fyrr í haust fann ég draumayfirhöfnina mína. "Carrie Bradshaw kápuna". Ég rambaði inn í Spúútnik og ákvað að máta nokkrar síðar pelskápur, þar sem leitin að hinum fullkomna pels hefur staðið yfir frá því ég sá pelsinn hennar Carrie Bradshaw í fyrsta skipti í sjónvarpi. Þarna var hann, hin fullkomna eftirmynd kápunnar sem ég hef leitað svo lengi að  og um jólin varð hann minn. Ég hef varla farið úr pelsinum síðan og hefur aldrei verið jafnhlýtt um miðjan vetur. 




X
-A

No comments:

Post a Comment