Wednesday, January 28, 2015

Uppáhalds ...ilmvötnin mín


Mér finnst lykt skipta miklu máli. Ilmvötn sem maður kýs að bera segja ákveðna sögu og gefa ákveðin skilaboð frá sér. Ég heillast mikið af bæði ferskum ávaxtailmum og þyngri ilmum. Sama hvort verður fyrir valinu er ég með ilmvatn á hverjum einasta degi. 

Hér að neðan eru nokkur uppáhalds ilmvötnin mín 





Yves Rocher verveine & Coco






Yves  Rocher er franskt fyrirtæki sem framleiðir náttúrulegar snyrtivörur. Ég birgi mig alltaf upp hjá þeim þegar ég fer til Frakklands og það eru tvær vörur sem ég kaupi alltaf! Kókosilmur og Sítrónugrasilmur. Bæði ilmvötnin eru með mjög ferska lykt sem mér finnst sérstaklega gott að nota á veturnar til að hressa mig við þegar það er dimmt og drungalegt úti. Það þarf ekki nema eitt sprey af kókoslykt og þá er ég komin erlendis í huganum.

Kate Moss Vintage 





Aðeins þyngri lykt en hin tvö að ofan en ekki óbærileg með keim af kryddaðri vanillu. Ég set þetta ilmvatn á mig þegar ég þarf smá sjálfsöryggisboost. Ilmvatn sem endist vel og lengi. Því miður er glasið mitt að verða búið og ég hef ekki getað haft uppi á ilmvatninu neins staðar.


Dior Midnight Poison 




Fékk þetta ilmvatn í jólagjöf fyrir nokkrum árum síðan og datt aldrei í hug að þetta myndi verða eitt af uppáhalds ilmvötnum mínum í dag. Midnight Poison er frekar þungur ilmur sem endist lengi, en er ekki yfirþyrmandi. Ég hef fengið mörg hrós út á þennan ilm og er þetta sá ilmur sem ég nota hvað mest. 


Jean Paul Gaultier Madame





Vinkona mín gengur mjög oft með þennan ilm og þetta er svolítið hennar " signature". Ég fann hann svo á snyrtivöruheildsölu fyrir svolitlu síðan og stóðst ekki mátið. Mjög rómantískur, þægilegur ilmur og glasið þykir mér einstaklega fallegt.




Þangað til næst 
XX
-Andrea

No comments:

Post a Comment