Saturday, March 22, 2014

Mother

Datt í hug að byrja á að deila mínum fyrstu skrifum hér á blogginu í tilefni þess hvað það er fallegur laugardagur. Deginum verður hins vegar varið innan dyra í ritgerðarskrif.
Þetta er ljóð sem ég hef gengið með í kollinum lengi og tileinkað einni mikilvægustu fyrirmynd í mínu lífi. Ljóðið er á ensku og kallast Mother.





So quick to judge
So fast to jump.
Jump to conclusion
so quick to blame
Blame it all on you.
But my heart and I
we were hurt.

Quietly
so quietly that I did not see
you trailed behind me
picking up the pieces
trying to puzzle them back
back into my chest.
but they would not fit
they couldn´t fit
I know that now.
That nobody could fix me
but myself.

Still you tried
still you loved me
when love was not what I deserved
Still you kept on going
even when I threw rocks of ugly words
your way
Still you were there
always waiting
waiting for me to come back.

I was so blind
I didn´t see
your kind heart.
 That, quietly
with so much care:
you love me.
You love me.

And step by step
little by little
I finally made my way back.
Back to mother.



Tuesday, March 4, 2014

Shopping

Var loksins að panta mér þetta hálsmen eftir að hafa mænt að það vikum, ef ekki mánuðum saman. Borði í keðju með orðunum " We all have a story to tell" eða á íslensku: Við eigum öll okkar sögu að segja. Þessi setning er mér virkilega hjartfólgin og lýsir því vel hvernig mér líður og hvernig ég sé heiminn. Ég er handviss um að þetta verður mikið notað! Myndin er fengin að láni frá vefsíðu Monamara


 
xoxo
 
Reykjavíkurdaman




 

Sunday, March 2, 2014

Af hverju ég skrifa...





Frá því ég man eftir mér hef ég alltaf verið að krota og krafsa eitthvað niður á blað. Til að sjá hvernig orðin passa saman og til að koma tilfinningum mínum í fast form.  Ég skrifa af því það er eitthvað sem færir mér hamingju þegar allt annað virðist ómögulegt.
 Að skrifa veitir mér innblástur og hvatningu til að halda áfram, til að horfa fram á veginn sama hvað.  Ég skrifa vegna þess að það að setja orð á blað felur ekki í sér neinar fyrirfram ákveðnar reglur. Þessi athöfn er minn griðastaður. Hér ræð ég för - hvað ég skrifa og hvernig ég geri það.
Ég skrifa til að róa áhyggjurnar sem eiga það til að taka yfir og til að auðvelda mér að setja hlutina í samhengi þegar ég þarf á því að halda.
Ég skrifa til að læra. Til að læra inn á sjálfa mig . Til að læra inn á aðra. Til að læra inn á heiminn í kring um mig. 
En mest af öllu skrifa ég til að kortleggja líf mitt. Hvar ég hef verið og hvert ég er að fara. Til að minna sjálfa mig á það hvers megnug ég er þegar erfiðleikar banka upp á. Til þess að hafa einhverja áþreifanlega sönnun fyrir því að ég hafi í raun lifað. Eins konar minjagripir. Á næstu vikum mun ég deila með ykkur minjagripunum mínum og vona að þið komið til með að hafa gaman af


xoxo
 
Reykjavíkurdaman