Sunday, March 2, 2014

Af hverju ég skrifa...





Frá því ég man eftir mér hef ég alltaf verið að krota og krafsa eitthvað niður á blað. Til að sjá hvernig orðin passa saman og til að koma tilfinningum mínum í fast form.  Ég skrifa af því það er eitthvað sem færir mér hamingju þegar allt annað virðist ómögulegt.
 Að skrifa veitir mér innblástur og hvatningu til að halda áfram, til að horfa fram á veginn sama hvað.  Ég skrifa vegna þess að það að setja orð á blað felur ekki í sér neinar fyrirfram ákveðnar reglur. Þessi athöfn er minn griðastaður. Hér ræð ég för - hvað ég skrifa og hvernig ég geri það.
Ég skrifa til að róa áhyggjurnar sem eiga það til að taka yfir og til að auðvelda mér að setja hlutina í samhengi þegar ég þarf á því að halda.
Ég skrifa til að læra. Til að læra inn á sjálfa mig . Til að læra inn á aðra. Til að læra inn á heiminn í kring um mig. 
En mest af öllu skrifa ég til að kortleggja líf mitt. Hvar ég hef verið og hvert ég er að fara. Til að minna sjálfa mig á það hvers megnug ég er þegar erfiðleikar banka upp á. Til þess að hafa einhverja áþreifanlega sönnun fyrir því að ég hafi í raun lifað. Eins konar minjagripir. Á næstu vikum mun ég deila með ykkur minjagripunum mínum og vona að þið komið til með að hafa gaman af


xoxo
 
Reykjavíkurdaman

No comments:

Post a Comment