Saturday, April 26, 2014

Andartak

Þessa dagana er prófaklikkunin er að ná sögulegu hámarki í lífi mínu (og stressið eftir því), allavega eftir því sem ég man.
Eins mikið og ég elska sumar og góða veðrið sem því fylgir hefur þessi tími undanfarin ár, eða frá því ég hóf nám við háskóla einkennst af risastórum hnút í maganum og kvíða og ég verð að játa að það setur svolítið strik í reikninginn þegar kemur að  því að hlakka til sumars og öllu því dásamlega sem því fylgir. Ég hef alltaf haft mjög gaman af því að skrifa og er þetta eitthvað sem með tímanum hefur orðið mín leið til að takast á við hlutina, góða og slæma. Mín eigin tegund af sálfræðilegri meðferð. Því fylgir hér með eitt prófastress - ljóð.


Andartak.
 
Tíminn tifar áfram
svo margt sem þarf að gera
Alltaf.
 Ég hef ekki tíma
hef aldrei tíma
STOPP
Andartak
 
 
Ég geri svo mörg mistök
geri alltaf mistök
kann ekki að lifa
STOPP
Andartak.
 
 
Hleyp í hringi
alltaf á hlaupum
hlaupandi, hlaupandi
í kapp við tímann
Tíma.
Ég þarf bara aðeins meiri tíma.
STOPP
Andartak.
   Andartak..... 
 
 
 
 
Gangi ykkur öllum vel sem eruð í próflestri,
 við komumst í gegnum þetta með glæsibrag!
 
XX
-R