Sunday, May 12, 2013

Móðurást



Hæhæ, 

Þar sem ég gefið það út að þetta blogg sé tileinkað því að heiðra ástina í öllum sínum myndum finnst mér dagurinn í dag, mæðradagur tilvalinn til þess að heiðra eina mikilvægustu tegund ástar sem til er. Móðurástina.  Ég held að móðurást er eitthvað sem maður á erfitt með að skilja fyrr en maður hefur upplifað hana sjálfur, gagnvart eigin barni. En ég er óendanlega þakklát fyrir móður mína, sem gerir allt fyrir mig - jafnvel þegar ég á það ekki skilið. Myndbandið hér að neðan er vel við hæfi á þessum fallega degi. 



"Mothers hold their children´s hands for a short while, but their hearts forever"
~ Unknown



Hafið það gott

-R

Tuesday, May 7, 2013

Söngtextar sem pickuplínur?


Hæhæ, 
Kvikmyndagerðarmaðurinn Tommy Wooldridge er að eigin sögn "romantically challenged". 
 Í myndbandaröð sem kallast Lyric lines á Vevo síðu Youtube leggur hann upp í ævintýri þar sem hann kannar hvort það gangi betur fyrir hann að ná athygli kvenna með því að notast við texta eftir þekkta  tónlistarmenn sem pick up línur. Útkoman er frekar fyndin......



Endilega tékkið á þessu, 

Hafið það gott 

-R





Friday, May 3, 2013

Ástin er fyrir alla - mynband


Hæhæ 

Eins og fram hefur komið hér áður er ást mitt aðaláhugamál. Að velta fyrir mér ástinni og hvernig hún birtist okkur dagsdaglega.  Ást í öllum myndum. Því ást er jákvæður, fallegur hlutur og honum ber að fagna. Ég fann þetta myndband í gegnum fréttasíðuna Upworthy. Felldi nokkur tár yfir þessu. Ástin er svo sannarlega yndisleg.




Ég hafði hugsað mér að hafa þessa síðu aðallega uppbyggða af greinum og smásögum, en það verður að bíða til sumars, eða allavega betri tíma þar sem ég hef mörgum öðrum skyldum að gegna þessa dagana. 

Hafið það gott kæru lesendur 

-R