Wednesday, January 28, 2015

Uppáhalds ...ilmvötnin mín


Mér finnst lykt skipta miklu máli. Ilmvötn sem maður kýs að bera segja ákveðna sögu og gefa ákveðin skilaboð frá sér. Ég heillast mikið af bæði ferskum ávaxtailmum og þyngri ilmum. Sama hvort verður fyrir valinu er ég með ilmvatn á hverjum einasta degi. 

Hér að neðan eru nokkur uppáhalds ilmvötnin mín 





Yves Rocher verveine & Coco






Yves  Rocher er franskt fyrirtæki sem framleiðir náttúrulegar snyrtivörur. Ég birgi mig alltaf upp hjá þeim þegar ég fer til Frakklands og það eru tvær vörur sem ég kaupi alltaf! Kókosilmur og Sítrónugrasilmur. Bæði ilmvötnin eru með mjög ferska lykt sem mér finnst sérstaklega gott að nota á veturnar til að hressa mig við þegar það er dimmt og drungalegt úti. Það þarf ekki nema eitt sprey af kókoslykt og þá er ég komin erlendis í huganum.

Kate Moss Vintage 





Aðeins þyngri lykt en hin tvö að ofan en ekki óbærileg með keim af kryddaðri vanillu. Ég set þetta ilmvatn á mig þegar ég þarf smá sjálfsöryggisboost. Ilmvatn sem endist vel og lengi. Því miður er glasið mitt að verða búið og ég hef ekki getað haft uppi á ilmvatninu neins staðar.


Dior Midnight Poison 




Fékk þetta ilmvatn í jólagjöf fyrir nokkrum árum síðan og datt aldrei í hug að þetta myndi verða eitt af uppáhalds ilmvötnum mínum í dag. Midnight Poison er frekar þungur ilmur sem endist lengi, en er ekki yfirþyrmandi. Ég hef fengið mörg hrós út á þennan ilm og er þetta sá ilmur sem ég nota hvað mest. 


Jean Paul Gaultier Madame





Vinkona mín gengur mjög oft með þennan ilm og þetta er svolítið hennar " signature". Ég fann hann svo á snyrtivöruheildsölu fyrir svolitlu síðan og stóðst ekki mátið. Mjög rómantískur, þægilegur ilmur og glasið þykir mér einstaklega fallegt.




Þangað til næst 
XX
-Andrea

Friday, January 23, 2015

Orð inn í helgina



Falleg orð inn til að hafa með sér inn í helgina 


Mynd


Vona að allir hafi það sem best 

X

-A 

Thursday, January 22, 2015

LUNCH


Mér þykir svo ótrúlega gaman að geta gert vel við mig í mat og drykk. Það er ekkert sem lífgar upp á hversdaginn eins og góð máltíð í hádeginu. 
Að þessu sinni var það systradeit á  Sjávargrillinu.
Sjávargrillið er einn af uppáhalds veitingastöðunum mínum og peninganna virði í hvert einasta sinn. 
Dásamlegur matur, góð og vingjarnleg þjónusta og skemmtilegt andrúmsloft. 
Get ekki mælt nóg með þessum stað! 





Þangað til næst
X
-A

Wednesday, January 21, 2015

Dreaming of Paris

Í vetrarkuldanum dreymir mig oft um að hoppa bara í næstu flugvél og halda á vit ævintýranna (og mögulega aðeins hlýrra loftslags). 
Ein af þeim borgum sem ég fæ aldrei nóg af er mín ástkæra París. 
Ég hef verið að fara í gegnum tölvuna mína og fann nokkrar myndir frá ferðalaginu mínu síðasta sumar. 




Ekki svo slæmt útsýni 





Gæti byrjað hvern einasta dag svona!



Musée D´Orsay



Loftið í safninu er svo fallegt!



Notre dame 



Gömul tískublöð til sölu við bakka Signu 



Það var svo næs að fá loksins smá sól
 eftir rigningarsumarið mikla á Íslandi 



Ah, C´est la vie!



Pont des arts - eða öðru nafni love lock brúin 







Kaffiterían í Musée D´Orsay er svo falleg!



Ís frá uppáhalds ísbúðinni minni , Amorino 



Maður þarf að vera Chic i París , n´es pas? 


Mikið sem ég vildi vera komin til Parísar í þessum töluðu orðum! 

Þangað til næst 

X
-A




Tuesday, January 20, 2015

WANTED: Je t´aime








Fann þennan á netvafri um daginn á vefsiðu breska merkisins River Island. 
Mikið óskaplega sem mig langar í þennan! 
Á bolnum stendur : 
"Je t´aime
un peu 
beacoup 
passionément 
a la folie 
pour la vie"

Þessi bolur vekur upp fallegar minningar af mér og ömmu minni í Frakklandi þegar ég var lítil. Við sögðum þetta oft við hvor aðra til að telja upp hversu mikið við elskum hvor aðra. 

Þessi er kominn á óskalistann 

X
-A



Monday, January 19, 2015

WINTER ESSENTIALS

Það hefur svolítið vantað upp á innblástur hjá mér upp á síðkastið. Fyrstu dagarnir eftir hátíðarnar eru alltaf svolítið skringilegir. Þegar spariskónum hefur verið komið fyrir uppi í hillu, mataræði snýr aftur í tiltölulega eðlilegar horfur og rútínan kemst aftur í gang ræð ég ekki við nema að eiga svolítið erfitt með að koma mér í gang aftur. 
Yfirhöfuð þykir mér þessi árstími ekki alveg sá allra besti, þegar það er myrkur fram á hádegi og kuldaboli bítur fast. Á morgnana er það síðasta sem maður vill gera að fara undan hlýrri sænginni og út í kuldann. 
Þá er gott að hafa eitthvað til að hlakka til, eða að minnsta kosti gera gráan hversdaginn aðeins meira spennandi. Hérna eru þeir hlutir sem ég get ekki lifað án á veturna: 



1. Góður varasalvi  

Veturinn hefur ekki góð áhrif á varirnar mínar. Þær skrælna upp og enginn varasalvi nær að laga þær, en sá sem komist hefur næst því að virka er Lucas Papaw ointment. varasalvinn virkar mjög vel á þurra húð , ekki bara á varir og nýtist hann mér vel á veturna. Það var frænka mín í Ástralíu sem kynnti mig fyrir þessari dásemd fyrir nokkrum árum síðan og hefur túban enst mér furðulega lengi miðað við notkun. 




2. L´Occitane supple skin oil

Húðin mín verður mjög þurr á veturna og hef ég prufað alls konar krem  en ekkert hefur virkað almennilega á mig. Fyrr en ég prófaði þessa olíu frá L´Occitane. Án efa uppáhalds snyrtivaran mín og húðin mín hefur aldrei verið eins mjúk! 






3. Rauður varalitur

Ekkert lagar gràan dag eins og raudur varalitur. Á veturna á ég það til að vakna á seinustu stundu og hendast út úr dyrunum á núll einni. Þá er rauður varalitur mitt besta leynivopn til að líta ekki út eins og ég hafi verið dregin upp úr öskutunnu. 






4. Baugahyljari

Rétt eins og varaliturinn góði get ég varla lifað veturinn af án þess að eiga góðan baugahyljara þar sem  baugarnir mínir líta stundum nánast út eins og marblettir! Sá sem ég hef notað mest í gegnum árin er Make up store cover all mix. 







5. Góður kaffibolli 

Þetta er líklega mest ómissandi hluturinn á listanum mín. Án fyrsta kaffibollans kemst ég ekki framúr á veturna. Ekki séns. 







6. Hlý yfirhöfn 

Það dugar ekkert annað í miðjum íslenskum vetri. Fyrr í haust fann ég draumayfirhöfnina mína. "Carrie Bradshaw kápuna". Ég rambaði inn í Spúútnik og ákvað að máta nokkrar síðar pelskápur, þar sem leitin að hinum fullkomna pels hefur staðið yfir frá því ég sá pelsinn hennar Carrie Bradshaw í fyrsta skipti í sjónvarpi. Þarna var hann, hin fullkomna eftirmynd kápunnar sem ég hef leitað svo lengi að  og um jólin varð hann minn. Ég hef varla farið úr pelsinum síðan og hefur aldrei verið jafnhlýtt um miðjan vetur. 




X
-A

Wednesday, January 7, 2015

Gleðilegt nýtt ár!





Mynd: Sprout and honey




Gleðilegt nýtt ár allir saman! 

Ég verð að byrja á að  afsaka fjarveru mína hér í jólafríinu og undanfarna daga.

 Ég  þurfti svo sannarlega  á því að halda að kúpla mig svolítið út úr öllu. Nú er ég búin a njóta jólafrísins og er tilbúin að takast á við nýjar áskoranir. Ég vona að allir hafi skemmt sér vel um jól og áramót og séu við góða heilsu. 

Ég byrjaði nýja árið með uppáhaldsmanneskjunni minni, sem ég varð svo því miður að kveðja á nýársdag, en bara tímabundið sem betur fer.  

Nýja árið mun hafa í för með sér ýmsar breytingar, sem ég er mjög spennt fyrir. 
Þetta ár er það fyrsta í langan tíma sem ég er virkilega spennt fyrir komandi tíma.Ég mun loksins útskrifast úr háskóla og er ég því mjög fegin. Ég finn að það er kominn tími fyrir mig til að breyta um umhverfi og leita á vit ævintýranna. 

Fyrsta ævintýrið mitt á þessu ári verður fjarsamband á meðan ég lýk við námið mitt hérna á klakanum. Það er alltaf svolítið sárt að vera í burtu frá þeim sem maður elskar en ég ætla ekki að vera leið, heldur reyna að einbeita mér að því sem er gott og jákvætt. 


Ég hef ekki oft sett mér nýársheit (kannski að hluta til vegna þess að ég stend aldrei við þau) en mér þykir gott að setja mér markmið og langaði mig að deila  nokkrum af mínum markmiðum  fyrir 2015. 


- Fara varlega með pening. 

Alveg frá því að ég byrjaði að vinna fyrir mér hefur mikill meirihluti launa minna farið í föt og hluti. Nú er ég að verða 25 ára og finn virkilega þörfina fyrir því að eiga einhvern varasjóð í bakhöndinni. Því verður það markmið á þessu ári að hætta að kaupa föt ( já hætta að kaupa föt) og spara peninginn minn. Gangi mér vel!

- Reyna að vera jákvæðari 

Ég er þannig í eðli mínu að ég á mjög auðvelt með að stökkva strax í "worst case scenario" hugsun  svo ég þarf að vera svolítið meðvituð með það að vera jákvæð og bjartsýn dagsdaglega og er það eitt af markmiðunum fyrir þetta ár. 

- Skrifa dagbók 

Mér finnst einhvern auðveldara að fá skipulag á hugsanir mínar ef ég kem hlutunum niður  á blað, en gef mér allt of lítinn tíma fyrir það. Því  ætla ég að gera þetta að daglegum sið áður en ég fer að sofa á hverju kvöldi. Að koma deginum niður á blað. 


-Skrifa meira 

Að skrifa, hvort heldur sem það er ljóð eða annað hefur verið ástríða mín og mitt afdrep frá því ég var unglingur. Draumurinn er að geta lifað af skrifum einhvern tíma í framtíðinni og er þetta litla blogg mitt liður í því að reyna að láta þann draum rætast. 



Þetta ár verður frábært  gott, ég finn það á mér nú þegar ... 


XX
-A