Wednesday, November 19, 2014

Designer wishes #2


Sá einn af uppáhalds bloggurum mínum í peysunni fyrir neðan á netvafri um daginn og ákvað að skoða aðeins betur merkið sem framleiðir peysuna: RED Valetino. 
Ég hef gaman af hversu ævintýralegar flíkurnar eru, sumar með skírskotun í ýmis ævintýri. Þó svo að mig langi nú mest í peysuna eru hérna nokkrir hlutir sem mig langar í frá þessu skemmtilega merki.


XX
-A






Tuesday, November 18, 2014

Undanfarið #2

Nokkrar myndir af Instagram frá undanförnum dögum. Ég sé það núna að Instagramið mitt samanstendur að mestu leyti af matarmyndum. Kannski er það bein afleiðing af komu vetrar, en á þessum tíma árs finnst mér voða gott að hafa það huggulegt og gera mér glaðan dag. 




Fallegur morgun við Háskólann 


Kaffihúsadeit með góðri vinkonu ( og góðri súkkulaðiköku)


Lemon meringue pie með lavender ...mmm svo gott 


Yndisleg súpa hlýjar á köldum degi 


Finnst ég vera sérstaklega mikil buissness kona í þessari múnderingu 


Smá svindl á degi sem átti að vera tileinkaður námsbókum 


Fór á afmælishátið SushiSamba í gærkvöldi  þar sem við vinkonurnar átum á okkur gat og fengum meðal annars þessa góðu súkkulaði köku 

XX
-A



Monday, November 17, 2014

Mánudagur

Helgin var óvenju viðburðarík miðað við að vera vinnuhelgi sem var mjög skemmtilegt. Þessi helgi var síðasta helgin sem ég get með góðri samvisku frestað því að læra fyrir próf. Næstu tvær vikurnar munu því fara í það að klára verkefni og læra fyrir próf. Ég get þó látið mig hlakka til að fara út að borða í kvöld með mínum bestu! 

Þangað til býður þessi mánudagur upp á smá innblástur til að koma vikunni í gang.











XX
-A

Friday, November 14, 2014

Blank space

Ég verð sífellt hrifnari af Taylor Swift sem listamanni og þá sérstaklega þykir mér fatastíll hennar flottur. 
Síðastliðinn mánudag kom út nýtt myndband frá henni, sem nefnist blank space og er klæðaburður hennar í myndbandinu " to die for" eins og hægt er að komast að orði. 
Dásamlega fagrir kjólar og skór, föt nákvæmlega eins og ég myndi klæðast! 
Hér eru nokkur uppáhalds lookin mín  úr myndbandinu. 



1. Silfurkjóllinn

Ég er eins og hrafn - hrífst af öllu því sem glitrar, nema þetta sé eitthvað sérstakt heilkenni sem hrjáir konur líka. Ég myndi klæðast glimmeri og pallíettum á hverjum degi ef ég gæti. Þessi kjóll væri flottur fyrir áramótin, allavega hefði ég ekkert á móti því að klæðast honum!



2. Blómakjóllinn

Alvöru prinsessukjóll! Notagildi hans dagsdaglega yrði kannski ekki mikið, en ég held að ég gæti látið það ganga upp. 




3. Slaufukjóllinn

Krúttlegur svolítið 50's kjóll með glimmerslaufum.
Glimmer! Ég er sannfærð. 



4. Fölblái  kjóllinn. 

Þessi minnir mig svolítið á kjól sem ég sá á vefsíðu Miss Selfridge fyrir svolitlu síðan. Rosalega rómantískur og fallegur og ekki skemmir að hann er skreyttur með fallegum steinum og perlum. 



5. Hlébarða sett 

Þetta outfit er örugglega það eina á listanum hjá mér sem væri hægt að klæðast dagsdaglega án þess að fólk myndi halda að ég væri á leiðinni á ball. Mér þykir rosalega flott að vera í skóm í stíl við fötin, eða þá með skó og tösku í stíl. 

Hér fyrir neðan fann ég svipaðar flíkur til að endurskapa lookið: 









Held að þetta sett og skórnir hafi bæst á óskalistann hjá mér, ég á meira að segja hatt í stíl! 


XX
-A




Myndir fengnar að láni frá Instyle 





Sunday, November 2, 2014

Drauma outfit


Rakst á þessa outfit mynd af Oliviu Palermo á netvafri um daginn. 
Þvílík fullkomnun sem þetta outfit er! Auðvitað ná pallíettur alltaf að fanga athygli mína, 
en mér þykir litasamsetningin hérna líka mjög flott. 
Flíkur með stórum pallíettum þykja mér sérstaklega flottar og á ég einar slíkar pallíettubuxur uppi í skáp sem bíða frumsýningar. 



mynd



Þangað til næst 
XX
-A