Tuesday, December 9, 2014

Sparkles

Ég get stundum verið svolítið eins og hrafn.

 Ég heillast vandræðalega mikið af öllu því sem glitrar. Þess vegna þegar ég rakst á þennan kjól missti ég andann svolítið. Þessi kjóll væri fullkominn fyrir allar jólaveislurnar og áramótin. 

Því miður er verðmiðinn ekki alveg  námsmannavænlegur en ég mun fylgjast vel með og vona að hann fari á útsölu eftir áramót, 



fæst hér


Svo fallegur! 

Eigið góðan dag 


XX

-Andrea 


Monday, December 8, 2014

Mánudagur

Gleðilegan mánudag! 
Mér þykir gott að byrja vikuna á því að minna sjálfa mig á hversu heppin ég er, því í ys og þys hversdagsins og öllu því stressi og áreiti sem honum fylgir tekur ekki langan tíma að mikla fyrir sér lítil vandamál. 
Í dag náði ég langþráðu takmarki,  að skila lokaritgerðinni minni. Nú á ég eitt próf eftir og svo tekur við jólaundirbúningur.  Spennó!




XX
-A




Saturday, December 6, 2014

New in #1

   
New in #1



Nú sé ég loksins fyrir endann á prófatíð, aðeins eitt próf eftir í næstu viku
 og svo er ég búin! 

Það verður kærkomið og langþráð frí frá námi sem tekur við ! 
Mikið verður yndislegt að lesa bækur sem eru ekki til prófs,
 drekka heitt súkkulaði í miklu magni og loksins að hitta vini mína. 
Ég var veik  um síðustu helgi og þar sem ég svaf nánast allan sunnudaginn
 var ég andvaka um nóttina og þetta gerðist... 
Pantaði mér þessa tvo fallegu kjóla af Asos sem ég er búin að mæna á lengi.
 Hlakka mikið til að fá þá í hendurnar 



english// Two beautiful dresses that I bought from Asos last week. 
Can´t wait to get them home! 


New in #1 by andreafr featuring a white dress






XX
-A








Monday, December 1, 2014

Desember.



Ég skil ekki alveg hvernig það gerðist... Tíminn flaug hjá og allt í einu er kominn Desember! Ég er búin að vera með nefið í bókunum undanfarna mánuði og ekki gert mikið annað svo ég hef ekki alveg áttað mig á hversu hratt tíminn hefur liðið. En ég hugsa að þetta sé það sem gerist þegar tíminn er talinn í skiladagsetningum. 


Jólin hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Þessi tími árs er alltaf yndislegur en eftir því sem árin færast yfir finnst mér merking hátíðanna breytast í huga mér. 
Þegar ég var barn voru gjafirnar alltaf það mest spennandi, en í dag lít ég jólin öðrum augum. Það er alltaf gaman að fá fallega innpakkaða gjöf sem hefur verið valin af kostgæfni en ég átta mig nú á því að dýrmætasta gjöfin er tíminn sem við fáum með fjölskyldu og ástvinum. Tími er ekki sjálfsagður hlutur. 
Þess vegna hlakka ég einstaklega mikið til að eyða þessum tíma sem framundan er með þeim sem ég elska og skapa minningar til framtíðar. 

Gleðilega aðventu kæru vinir!


Some thougts on time and  my feelings about Christmas, how they have shifted with age. Happy advent! 


X
-A










Wednesday, November 19, 2014

Designer wishes #2


Sá einn af uppáhalds bloggurum mínum í peysunni fyrir neðan á netvafri um daginn og ákvað að skoða aðeins betur merkið sem framleiðir peysuna: RED Valetino. 
Ég hef gaman af hversu ævintýralegar flíkurnar eru, sumar með skírskotun í ýmis ævintýri. Þó svo að mig langi nú mest í peysuna eru hérna nokkrir hlutir sem mig langar í frá þessu skemmtilega merki.


XX
-A






Tuesday, November 18, 2014

Undanfarið #2

Nokkrar myndir af Instagram frá undanförnum dögum. Ég sé það núna að Instagramið mitt samanstendur að mestu leyti af matarmyndum. Kannski er það bein afleiðing af komu vetrar, en á þessum tíma árs finnst mér voða gott að hafa það huggulegt og gera mér glaðan dag. 




Fallegur morgun við Háskólann 


Kaffihúsadeit með góðri vinkonu ( og góðri súkkulaðiköku)


Lemon meringue pie með lavender ...mmm svo gott 


Yndisleg súpa hlýjar á köldum degi 


Finnst ég vera sérstaklega mikil buissness kona í þessari múnderingu 


Smá svindl á degi sem átti að vera tileinkaður námsbókum 


Fór á afmælishátið SushiSamba í gærkvöldi  þar sem við vinkonurnar átum á okkur gat og fengum meðal annars þessa góðu súkkulaði köku 

XX
-A



Monday, November 17, 2014

Mánudagur

Helgin var óvenju viðburðarík miðað við að vera vinnuhelgi sem var mjög skemmtilegt. Þessi helgi var síðasta helgin sem ég get með góðri samvisku frestað því að læra fyrir próf. Næstu tvær vikurnar munu því fara í það að klára verkefni og læra fyrir próf. Ég get þó látið mig hlakka til að fara út að borða í kvöld með mínum bestu! 

Þangað til býður þessi mánudagur upp á smá innblástur til að koma vikunni í gang.











XX
-A

Friday, November 14, 2014

Blank space

Ég verð sífellt hrifnari af Taylor Swift sem listamanni og þá sérstaklega þykir mér fatastíll hennar flottur. 
Síðastliðinn mánudag kom út nýtt myndband frá henni, sem nefnist blank space og er klæðaburður hennar í myndbandinu " to die for" eins og hægt er að komast að orði. 
Dásamlega fagrir kjólar og skór, föt nákvæmlega eins og ég myndi klæðast! 
Hér eru nokkur uppáhalds lookin mín  úr myndbandinu. 



1. Silfurkjóllinn

Ég er eins og hrafn - hrífst af öllu því sem glitrar, nema þetta sé eitthvað sérstakt heilkenni sem hrjáir konur líka. Ég myndi klæðast glimmeri og pallíettum á hverjum degi ef ég gæti. Þessi kjóll væri flottur fyrir áramótin, allavega hefði ég ekkert á móti því að klæðast honum!



2. Blómakjóllinn

Alvöru prinsessukjóll! Notagildi hans dagsdaglega yrði kannski ekki mikið, en ég held að ég gæti látið það ganga upp. 




3. Slaufukjóllinn

Krúttlegur svolítið 50's kjóll með glimmerslaufum.
Glimmer! Ég er sannfærð. 



4. Fölblái  kjóllinn. 

Þessi minnir mig svolítið á kjól sem ég sá á vefsíðu Miss Selfridge fyrir svolitlu síðan. Rosalega rómantískur og fallegur og ekki skemmir að hann er skreyttur með fallegum steinum og perlum. 



5. Hlébarða sett 

Þetta outfit er örugglega það eina á listanum hjá mér sem væri hægt að klæðast dagsdaglega án þess að fólk myndi halda að ég væri á leiðinni á ball. Mér þykir rosalega flott að vera í skóm í stíl við fötin, eða þá með skó og tösku í stíl. 

Hér fyrir neðan fann ég svipaðar flíkur til að endurskapa lookið: 









Held að þetta sett og skórnir hafi bæst á óskalistann hjá mér, ég á meira að segja hatt í stíl! 


XX
-A




Myndir fengnar að láni frá Instyle 





Sunday, November 2, 2014

Drauma outfit


Rakst á þessa outfit mynd af Oliviu Palermo á netvafri um daginn. 
Þvílík fullkomnun sem þetta outfit er! Auðvitað ná pallíettur alltaf að fanga athygli mína, 
en mér þykir litasamsetningin hérna líka mjög flott. 
Flíkur með stórum pallíettum þykja mér sérstaklega flottar og á ég einar slíkar pallíettubuxur uppi í skáp sem bíða frumsýningar. 



mynd



Þangað til næst 
XX
-A


Thursday, October 30, 2014

Reykjavíkurástir: Uppáhaldsstaðir í Reykjavík

Reykjavík hefur alltaf á sérstakan stað í hjarta mínu. Ég hef búið í Reykjavík meiri hluta lífs míns og verið hin mesta miðbæjarrotta  frá því ég byrjaði í menntaskóla. Ég veit ekkert betra en að rölta um í rólegheitum, fá mér kaffi og skoða í búðir. 
Eftir að ég byrjaði að vinna í ferðaþjónustu kynntist ég borginni enn betur, þar sem ég þurfti að vera í stakk búin til að veita ferðamönnum meðmæli um áhugaverða staði. 
Því datt mér í hug að deila með ykkur nokkrum af  uppáhaldsstöðunum mínum í Reykjavík.



Safngarður Einars Jónssonar. 

 Mynd

Þegar ég var í menntaskóla fór ég oft niður í bæ eftir skóla,  fékk ég mér kaffi og fór og settist niður í safngarðinum og virti fyrir mér útilistaverkin. Þessi garður  er minn staður og hefur mjög róandi áhrif á mig. Mér finnst mjög gott að koma þarna og vera ein með sjálfri mér og skrifa eða taka myndir. Skúlptúrar Einars Jónssonar eru svolítið drungalegir sem hefur alltaf heillað mig. 


Sandholt bakarí 


Eitt flottasta bakarí landsins. Sandholt stækkaði við sig fyrir stuttu og eru nú með stærri aðstöðu fyrir kaffihús. Algjört ævintýraland fyrir sælkera, góð brauð, girnilegar kökur og  handgert súkkulaði sem er tilvalið í gjafir. Get ekki mælt nóg með þessum stað. Mér finnst mjög kósý að fara og kaupa mér samloku og heitt súkkulaði í hádeginu og rölta svo um miðbæinn.


Sjávargrillið  

 Mynd


Sjávargrillið er uppáhalds veitingastaðurinn minn í miðbæ Reykjavíkur og sá eini sem ég mæli með við alla mína gesti í vinnunni. Góð og vingjarnleg þjónusta, þægilegt umhverfi og dásamlega góður matur. Hef aldrei gengið út ósátt. Þessi staður er þó svolítið spari, þar sem það er ekki á færi námsmanns að fara fínt út að borða hvenær sem er 


Tíu dropar/Chateux des dix gouttes 

 Mynd


Kaffihús á Laugaveginum með mjög kósý stemmningu, hentar bæði fyrir stefnumót eða vinkonuhitting. Tíu dropar hefur verið uppáhalds kaffihúsið mitt frá því ég var í menntaskóla. Fer þangað mjög oft með vinum að fá mér kjötsúpu og rauðvín. Ostaplattinn er líka góður og staðurinn býður upp á lifandi tónlist á kvöldin. Stemmingin minnir mig svolítið á mína ástkæru París og gæti það verið þess vegna sem ég kann svo vel við Tíu dropa. 



The coocoo´s nest 

 Mynd 

Coocoo´s nest er veitingastaður við gömlu höfnina, og einn sá besti brunch staður sem ég veit um. Matseðilinn hjá þeim er breytilegur, en ég mæli með að grípa pizzu hjá þeim á fimmtudagskvöldum, Taco á þriðjudögum eða brunch um helgar. Ég er allavega orðin fastagestur á þessum sjarmerandi stað. 


 Þangað til næst 
XX
-A 

 

Wednesday, October 22, 2014

Designer wishes

Designer wishes
     

                                           
Þó svo ég teldist réttilega sem fátækur námsmaður er ég frekar dýr í rekstri. Mér þykir gaman að gera vel við mig í mat og drykk og mér þykir óheilsusamlega (fyrir veskið mitt) gaman að eiga falleg föt og klæða mig upp. Smekkur minn hefur töluvert breyst frá því ég fór að hugsa út í klæðaburð minn, eins og er eðlilegt. Ég hef farið frá Topshop yfir í vintage. Þó svo ég versli að mestu í rauðakrossbúðinni og við íslenska hönnuði þykir mér mjög gaman að láta mig dreyma um dýrari hluti. 

Ég uppgötvaði Polyvore nú fyrir stuttu og ákvað að spreyta mig á því að setja eitthvað skemmtilegt saman. Hér að ofan er frumraunin, allir dýru hlutirnir sem mig langar í akkurat núna! 



XX
-A



                                               

Monday, October 20, 2014

Bækur

Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera háskólanemi. Yfirleitt á  þessum tíma árs, þegar verkefnin eru orðin of mörg og tíminn of naumur kemur alltaf upp löngun hjá mér til að grípa í bók. Bók sem fjallar um eitthvað allt annað en námsefnið sem ég ætti að vera að lesa.  
 Ég hef óskaplega gaman af því sem ég er að læra, en það er ákveðinn missir að hafa ekki tíma til að lesa það sem mann langar, bara af því bara. Sem betur fer er nú ekki langt þangað til ég útskrifast og ég hlakka ólýsanlega til að geta lesið það sem mig langar til að lesa, hvenær sem mig langar til.
Mig dreymir um að eiga hús með glugga þar sem hægt er að sitja í gluggakistunni, vafin inn  í teppi og lesa. Taka smá pásu frá  raunveruleikanum og sökkva sér í bók um stundarkorn.
 Engin plön, engar skyldur sem bíða. Bara rólegheit, afslöppun og lestur. 

Ég held áfram að láta mig dreyma á meðan ég vinn mig í gegnum síðasta árið mitt í háskólanámi. 
 Þangað til, hér eru nokkrar bækur á óskalistanum hjá mér: 


Hér 


Ég er svolítið spennt fyrir þessari, þar sem mér þykir ekkert betra en góð ástarsaga og A little something different fjallar um tvær ungar manneskjur, frá 14 mismunandi sjónarhornum! Það hlýtur að vera eitthvað spennandi. 


Hér 


Ég er mjög veik fyrir Jane Austen og hennar sögum, sérstaklega þessu tímabili sem er oft sögusvið hennar bóka. Pride & prejudice er þó í sérstöku uppáhaldi hjá mér, þess vegna er ég mjög spennt fyrir þessari sem er ímyndað framhald að þeirri sögu. 


Hér 


Spare Brides á sér stað um 1920 ( the roaring twenties) og eins og titillinn gefur til kynna fjallar um konurnar sem stóðu einar eftir stríðið, þar sem ekki allir mennirnir komu heim. Minnir mig svolítið á þessa sem ég las í fyrra og hafði mikil áhrif á mig. Ég hef alltaf haft áhuga á bókum sem fjalla um líf fólks á stríðsárum og bækur sem eiga sér stað á ákveðnu tímabili. 


Mikið verður gaman að geta sökkt sér í þessar spennandi bækur 
En í bili er það til baka í skólabækurnar 

XX
-A


Tuesday, October 14, 2014

Hvatning


Suma daga þarf maður aðeins meiri hvatningu og innblástur heldur en vanalega. Þessi þriðjudagur þykir mér einstaklega grár og þungur og tók ég því saman nokkur vel valin orð til að reyna að sparka sjálfri mér í gang, enda nóg af verkefnum í gangi. 





















XX
-A