Monday, October 20, 2014

Bækur

Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera háskólanemi. Yfirleitt á  þessum tíma árs, þegar verkefnin eru orðin of mörg og tíminn of naumur kemur alltaf upp löngun hjá mér til að grípa í bók. Bók sem fjallar um eitthvað allt annað en námsefnið sem ég ætti að vera að lesa.  
 Ég hef óskaplega gaman af því sem ég er að læra, en það er ákveðinn missir að hafa ekki tíma til að lesa það sem mann langar, bara af því bara. Sem betur fer er nú ekki langt þangað til ég útskrifast og ég hlakka ólýsanlega til að geta lesið það sem mig langar til að lesa, hvenær sem mig langar til.
Mig dreymir um að eiga hús með glugga þar sem hægt er að sitja í gluggakistunni, vafin inn  í teppi og lesa. Taka smá pásu frá  raunveruleikanum og sökkva sér í bók um stundarkorn.
 Engin plön, engar skyldur sem bíða. Bara rólegheit, afslöppun og lestur. 

Ég held áfram að láta mig dreyma á meðan ég vinn mig í gegnum síðasta árið mitt í háskólanámi. 
 Þangað til, hér eru nokkrar bækur á óskalistanum hjá mér: 


Hér 


Ég er svolítið spennt fyrir þessari, þar sem mér þykir ekkert betra en góð ástarsaga og A little something different fjallar um tvær ungar manneskjur, frá 14 mismunandi sjónarhornum! Það hlýtur að vera eitthvað spennandi. 


Hér 


Ég er mjög veik fyrir Jane Austen og hennar sögum, sérstaklega þessu tímabili sem er oft sögusvið hennar bóka. Pride & prejudice er þó í sérstöku uppáhaldi hjá mér, þess vegna er ég mjög spennt fyrir þessari sem er ímyndað framhald að þeirri sögu. 


Hér 


Spare Brides á sér stað um 1920 ( the roaring twenties) og eins og titillinn gefur til kynna fjallar um konurnar sem stóðu einar eftir stríðið, þar sem ekki allir mennirnir komu heim. Minnir mig svolítið á þessa sem ég las í fyrra og hafði mikil áhrif á mig. Ég hef alltaf haft áhuga á bókum sem fjalla um líf fólks á stríðsárum og bækur sem eiga sér stað á ákveðnu tímabili. 


Mikið verður gaman að geta sökkt sér í þessar spennandi bækur 
En í bili er það til baka í skólabækurnar 

XX
-A


No comments:

Post a Comment