Friday, April 10, 2015

Tónelska: Walk the moon

Vá... það er kominn mánuður frá því ég heimsótti síðast þennan litla kima internetsins sem ég kalla minn. 
Tíminn líður hratt og það er allt of mikið að gera. Því hef ég ekki getað gefið mér eins mikinn tíma og ég vil í að gera það sem mér finnst hvað skemmtilegast: blogga. 

En það er nú minna en mánuður þangað til þessu lýkur öllu saman og ég get gert nákvæmlega það sem mér sýnist.
Það er því lítið annað í stöðunni en að grafa nefið í bækurnar og vinna sig í gegnum lokasprettinn. 
Það sem hjálpar mér mikið í gegnum stress er tónlist og  ég er yfirleitt með tónlist í eyrunum meira eða minna allan daginn hvort sem það er á leiðinni í eða úr skólanum eða þegar ég er að læra. 

Ég nota nánast einungis Spotify til þess að hlusta á tónlist, Það sem ég elska við Spotify er að það er svo auðvelt að uppgötva nýja, skemmtilega tónlist.
Walk the moon er hljómsveit sem ég var að uppgötva í dag. Tónlistin þeirra er mjög hress og skemmtileg. Tónlist sem gleður.  
Lagið þeirra Work this body hefur verið á stöðugri endurspilun hjá mér í dag og ég er ekki frá því að það sé strax orðið uppáhalds. 
Endilega tékkið á þessari skemmtilegu hljómsveit. 





Þangað til næst 

X
-A