Thursday, October 30, 2014

Reykjavíkurástir: Uppáhaldsstaðir í Reykjavík

Reykjavík hefur alltaf á sérstakan stað í hjarta mínu. Ég hef búið í Reykjavík meiri hluta lífs míns og verið hin mesta miðbæjarrotta  frá því ég byrjaði í menntaskóla. Ég veit ekkert betra en að rölta um í rólegheitum, fá mér kaffi og skoða í búðir. 
Eftir að ég byrjaði að vinna í ferðaþjónustu kynntist ég borginni enn betur, þar sem ég þurfti að vera í stakk búin til að veita ferðamönnum meðmæli um áhugaverða staði. 
Því datt mér í hug að deila með ykkur nokkrum af  uppáhaldsstöðunum mínum í Reykjavík.



Safngarður Einars Jónssonar. 

 Mynd

Þegar ég var í menntaskóla fór ég oft niður í bæ eftir skóla,  fékk ég mér kaffi og fór og settist niður í safngarðinum og virti fyrir mér útilistaverkin. Þessi garður  er minn staður og hefur mjög róandi áhrif á mig. Mér finnst mjög gott að koma þarna og vera ein með sjálfri mér og skrifa eða taka myndir. Skúlptúrar Einars Jónssonar eru svolítið drungalegir sem hefur alltaf heillað mig. 


Sandholt bakarí 


Eitt flottasta bakarí landsins. Sandholt stækkaði við sig fyrir stuttu og eru nú með stærri aðstöðu fyrir kaffihús. Algjört ævintýraland fyrir sælkera, góð brauð, girnilegar kökur og  handgert súkkulaði sem er tilvalið í gjafir. Get ekki mælt nóg með þessum stað. Mér finnst mjög kósý að fara og kaupa mér samloku og heitt súkkulaði í hádeginu og rölta svo um miðbæinn.


Sjávargrillið  

 Mynd


Sjávargrillið er uppáhalds veitingastaðurinn minn í miðbæ Reykjavíkur og sá eini sem ég mæli með við alla mína gesti í vinnunni. Góð og vingjarnleg þjónusta, þægilegt umhverfi og dásamlega góður matur. Hef aldrei gengið út ósátt. Þessi staður er þó svolítið spari, þar sem það er ekki á færi námsmanns að fara fínt út að borða hvenær sem er 


Tíu dropar/Chateux des dix gouttes 

 Mynd


Kaffihús á Laugaveginum með mjög kósý stemmningu, hentar bæði fyrir stefnumót eða vinkonuhitting. Tíu dropar hefur verið uppáhalds kaffihúsið mitt frá því ég var í menntaskóla. Fer þangað mjög oft með vinum að fá mér kjötsúpu og rauðvín. Ostaplattinn er líka góður og staðurinn býður upp á lifandi tónlist á kvöldin. Stemmingin minnir mig svolítið á mína ástkæru París og gæti það verið þess vegna sem ég kann svo vel við Tíu dropa. 



The coocoo´s nest 

 Mynd 

Coocoo´s nest er veitingastaður við gömlu höfnina, og einn sá besti brunch staður sem ég veit um. Matseðilinn hjá þeim er breytilegur, en ég mæli með að grípa pizzu hjá þeim á fimmtudagskvöldum, Taco á þriðjudögum eða brunch um helgar. Ég er allavega orðin fastagestur á þessum sjarmerandi stað. 


 Þangað til næst 
XX
-A 

 

Wednesday, October 22, 2014

Designer wishes

Designer wishes
     

                                           
Þó svo ég teldist réttilega sem fátækur námsmaður er ég frekar dýr í rekstri. Mér þykir gaman að gera vel við mig í mat og drykk og mér þykir óheilsusamlega (fyrir veskið mitt) gaman að eiga falleg föt og klæða mig upp. Smekkur minn hefur töluvert breyst frá því ég fór að hugsa út í klæðaburð minn, eins og er eðlilegt. Ég hef farið frá Topshop yfir í vintage. Þó svo ég versli að mestu í rauðakrossbúðinni og við íslenska hönnuði þykir mér mjög gaman að láta mig dreyma um dýrari hluti. 

Ég uppgötvaði Polyvore nú fyrir stuttu og ákvað að spreyta mig á því að setja eitthvað skemmtilegt saman. Hér að ofan er frumraunin, allir dýru hlutirnir sem mig langar í akkurat núna! 



XX
-A



                                               

Monday, October 20, 2014

Bækur

Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera háskólanemi. Yfirleitt á  þessum tíma árs, þegar verkefnin eru orðin of mörg og tíminn of naumur kemur alltaf upp löngun hjá mér til að grípa í bók. Bók sem fjallar um eitthvað allt annað en námsefnið sem ég ætti að vera að lesa.  
 Ég hef óskaplega gaman af því sem ég er að læra, en það er ákveðinn missir að hafa ekki tíma til að lesa það sem mann langar, bara af því bara. Sem betur fer er nú ekki langt þangað til ég útskrifast og ég hlakka ólýsanlega til að geta lesið það sem mig langar til að lesa, hvenær sem mig langar til.
Mig dreymir um að eiga hús með glugga þar sem hægt er að sitja í gluggakistunni, vafin inn  í teppi og lesa. Taka smá pásu frá  raunveruleikanum og sökkva sér í bók um stundarkorn.
 Engin plön, engar skyldur sem bíða. Bara rólegheit, afslöppun og lestur. 

Ég held áfram að láta mig dreyma á meðan ég vinn mig í gegnum síðasta árið mitt í háskólanámi. 
 Þangað til, hér eru nokkrar bækur á óskalistanum hjá mér: 


Hér 


Ég er svolítið spennt fyrir þessari, þar sem mér þykir ekkert betra en góð ástarsaga og A little something different fjallar um tvær ungar manneskjur, frá 14 mismunandi sjónarhornum! Það hlýtur að vera eitthvað spennandi. 


Hér 


Ég er mjög veik fyrir Jane Austen og hennar sögum, sérstaklega þessu tímabili sem er oft sögusvið hennar bóka. Pride & prejudice er þó í sérstöku uppáhaldi hjá mér, þess vegna er ég mjög spennt fyrir þessari sem er ímyndað framhald að þeirri sögu. 


Hér 


Spare Brides á sér stað um 1920 ( the roaring twenties) og eins og titillinn gefur til kynna fjallar um konurnar sem stóðu einar eftir stríðið, þar sem ekki allir mennirnir komu heim. Minnir mig svolítið á þessa sem ég las í fyrra og hafði mikil áhrif á mig. Ég hef alltaf haft áhuga á bókum sem fjalla um líf fólks á stríðsárum og bækur sem eiga sér stað á ákveðnu tímabili. 


Mikið verður gaman að geta sökkt sér í þessar spennandi bækur 
En í bili er það til baka í skólabækurnar 

XX
-A


Tuesday, October 14, 2014

Hvatning


Suma daga þarf maður aðeins meiri hvatningu og innblástur heldur en vanalega. Þessi þriðjudagur þykir mér einstaklega grár og þungur og tók ég því saman nokkur vel valin orð til að reyna að sparka sjálfri mér í gang, enda nóg af verkefnum í gangi. 





















XX
-A


Monday, October 13, 2014

Undanfarið

Síðasta vika var strembin en yndisleg á sama tíma.Ég eyddi fimm dögum á Siglufirði á vegum háskólans fyrir lokaverkefnið mitt. Siglufjörður er einn af mínum uppáhalds stöðum á landinu og ég hef alltaf heillast af fegurðinni sem umkringir bæinn, jafnt sem sögu hans. 
Þrátt fyrir að ég skemmti mér mjög vel var líka mjög gaman að koma heim, og eyða rólegri helgi með vinum og fjölskyldu, kaffi, nýjum flóamarkaðskaupum og bíóferð. 
Hér koma svo nokkrar myndir frá undanförnum dögum...


Sæluhús á Siglufirði 
Útsýnið 
Skemmtilegir gluggar
Gamall lúinn bátur  
Sund á Hofsósi
Laugardagsdraumaprins
Flóamarkaðskaup: Isabel Marant x HM pallíettubuxur og fjólublá rúllukragapeysa
Haust í Reykjavík 
Sæta Rakel á vinkonukaffideiti
Sunnudagsbíódeit með pabba: outfit kvöldsins 
Vikan byrjaði vel með smá makeover morgni 

Glamour! 


Endilega fylgið mér á Instagram til að fá glefsur úr mínu daglega lífi. Þið finnið mig undir notendanafninu andrearikhards.

xx
-A









Sunday, October 12, 2014

Yfirhöfn

Ein af uppáhalds flíkum mínum er og hefur alltaf verið falleg kápa.  Ég elska fallegar, vel gerðar kápur og á töluvert af þeim. Svo  þegar maður býr í landi þar sem maður þarf einhvers konar yfirhöfn mestan hluta ársins er extra mikilvægt að þær séu fallegar. Ég man eftir því þegar ég var lítil og fylgdist með ömmu minni klæða sig upp í fallegar kápur og hatta, enda var hún algjör dama. Ég átta mig meira og meira á því eftir sem árin líða að hún átti mikinn þátt í að skapa minn stíl sem fullorðin kona. 
Hér eru 3 kápur á óskalistanum mínum: 


Hér



Hér


Hér

Ég vona að allir eigi góða helgi 
xx 
-A

Sunday, October 5, 2014

Ást við fyrstu sýn!





Hversu yndislegir eru þessir?? 
Fann þessa flottu glimmerskó á netvafri um daginn (internet window shopping). Það sem ég elska við þessa skó er að þeir eru algjörlega ég, en á sama tíma praktískir ( nokkurn veginn... come on, ég er bara ekki týpan í flatbotna skó). 
Þessa verð ég að eignast, sé þá fyrir mér við einhvern fallegan ballerínulegan kjól um áramótin kannski, eða leðurbuxur og röndóttan bol. 
Love it 

xx
 Andrea