Wednesday, January 7, 2015

Gleðilegt nýtt ár!





Mynd: Sprout and honey




Gleðilegt nýtt ár allir saman! 

Ég verð að byrja á að  afsaka fjarveru mína hér í jólafríinu og undanfarna daga.

 Ég  þurfti svo sannarlega  á því að halda að kúpla mig svolítið út úr öllu. Nú er ég búin a njóta jólafrísins og er tilbúin að takast á við nýjar áskoranir. Ég vona að allir hafi skemmt sér vel um jól og áramót og séu við góða heilsu. 

Ég byrjaði nýja árið með uppáhaldsmanneskjunni minni, sem ég varð svo því miður að kveðja á nýársdag, en bara tímabundið sem betur fer.  

Nýja árið mun hafa í för með sér ýmsar breytingar, sem ég er mjög spennt fyrir. 
Þetta ár er það fyrsta í langan tíma sem ég er virkilega spennt fyrir komandi tíma.Ég mun loksins útskrifast úr háskóla og er ég því mjög fegin. Ég finn að það er kominn tími fyrir mig til að breyta um umhverfi og leita á vit ævintýranna. 

Fyrsta ævintýrið mitt á þessu ári verður fjarsamband á meðan ég lýk við námið mitt hérna á klakanum. Það er alltaf svolítið sárt að vera í burtu frá þeim sem maður elskar en ég ætla ekki að vera leið, heldur reyna að einbeita mér að því sem er gott og jákvætt. 


Ég hef ekki oft sett mér nýársheit (kannski að hluta til vegna þess að ég stend aldrei við þau) en mér þykir gott að setja mér markmið og langaði mig að deila  nokkrum af mínum markmiðum  fyrir 2015. 


- Fara varlega með pening. 

Alveg frá því að ég byrjaði að vinna fyrir mér hefur mikill meirihluti launa minna farið í föt og hluti. Nú er ég að verða 25 ára og finn virkilega þörfina fyrir því að eiga einhvern varasjóð í bakhöndinni. Því verður það markmið á þessu ári að hætta að kaupa föt ( já hætta að kaupa föt) og spara peninginn minn. Gangi mér vel!

- Reyna að vera jákvæðari 

Ég er þannig í eðli mínu að ég á mjög auðvelt með að stökkva strax í "worst case scenario" hugsun  svo ég þarf að vera svolítið meðvituð með það að vera jákvæð og bjartsýn dagsdaglega og er það eitt af markmiðunum fyrir þetta ár. 

- Skrifa dagbók 

Mér finnst einhvern auðveldara að fá skipulag á hugsanir mínar ef ég kem hlutunum niður  á blað, en gef mér allt of lítinn tíma fyrir það. Því  ætla ég að gera þetta að daglegum sið áður en ég fer að sofa á hverju kvöldi. Að koma deginum niður á blað. 


-Skrifa meira 

Að skrifa, hvort heldur sem það er ljóð eða annað hefur verið ástríða mín og mitt afdrep frá því ég var unglingur. Draumurinn er að geta lifað af skrifum einhvern tíma í framtíðinni og er þetta litla blogg mitt liður í því að reyna að láta þann draum rætast. 



Þetta ár verður frábært  gott, ég finn það á mér nú þegar ... 


XX
-A



1 comment:

  1. Thank you very much!
    Wishing you all the best in return for the new year and thank for following along with my little blog.

    ReplyDelete