Monday, February 23, 2015

The Oscars : uppáhaldskjólarnir mínir og #Askhermore

Það er nú orðið töluvert langt síðan ég setti eitthvað hingað inn og þykir mér það mjög leiðinlegt. Annríki í skóla og vinnu hefur orðið til þess að ég hef ekki getað sinnt mínum áhugamálum og hef ekki skrifað eins mikið og ég vildi að ég gæti. 
Ég var staðráðin í því að horfa á Óskarsverðlaunin í gærkvöldi en sofnaði svo fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Frábært Andrea, Frábært! 

En þess í stað hef ég  eytt morgninum í að leggjast yfir fataval stjarnanna fyrir þennan stærsta atburð ársins í kvikmyndabransanum. 


Keira Knightley  í Valentino 

Mér finnst þessi kjóll rosalega flottur og 
 svolítið öðruvísi með áletrununum á pilsinu. 


Rosamund Pike í Givenchy 

Ég man eftir að hafa fyrst séð Rosamund Pike í  Pride and Prejudice með Keiru Knightley og þykir mér hún mjög skemmtileg leikkona. Kjóllinn hennar fyrir stóra kvöldið  er alveg guðdómlega fallegur! 


Chloé Moretz í Miu Miu 

Mér þykir þessi svolítið skemmtilegur! 
Flottur og unglegur fyrir þessa hæfileikaríku leikkonu 



Emma Stone í Elie Saab 

Miðað við það sem ég hef lesið er þessi að mati margra kjóll kvöldisins og kemur það alls ekki á óvart - algjör prinsessukjóll sem er þó nokkuð nútímalegur og stílhreinn í sniðinu.


En á meðan það getur verið óendanlega gaman fyrir okkur sem aðeins getum fylgst með þessum atburði heima í sófa að spá og spekúlera í kjólum sem flestar okkar munu aldrei hafa efni á að kaupa, er vert að hafa í huga að þessar leikkonur eru meira en fötin sem þær klæðast, þó falleg þau séu. 

Allar þessar stórkostlegu leikkonur sem eru svo ótrúlega hæfileikaríkar og duglegar eiga skilið viðurkenningu fyrir hæfileika sína og afrek, ekki aðeins klæðaburð og útlit. 
Þess vegna var ég mjög spennt fyrir #askhermore herferðinni sem Reese Witherspoon átti þátt í að vekja athygli á í aðdraganda Óskarshátíðarinnar. 



#Askhermore gengur út á að hvetja blaðamenn og fjölmiðlafólk til þess akkurat að spyrja hana meira, spyrja hana að öðru en aðeins útlitstengdum spurningum. Þetta þykir mér frábært framtak. Leikkonur og listamenn sem eru í sviðsljósinu eru oft persónur sem ungar konur taka sér til fyrirmyndar og  því er svo ótrúlega mikilvægt að fleira en klæðaburður stjarnanna fái athygli fjölmiðla. Það sendir sterk skilaboð að útlit sé ekki það eina sem skiptir máli. 

Nú hlakkar mig bara til að fá að horfa á Óskarsathöfnina sjálfa, þó svo það verði degi of seint og sjá hvernig þetta fór allt fram 

Þangað til næst 

XX
-A

No comments:

Post a Comment