Thursday, October 30, 2014

Reykjavíkurástir: Uppáhaldsstaðir í Reykjavík

Reykjavík hefur alltaf á sérstakan stað í hjarta mínu. Ég hef búið í Reykjavík meiri hluta lífs míns og verið hin mesta miðbæjarrotta  frá því ég byrjaði í menntaskóla. Ég veit ekkert betra en að rölta um í rólegheitum, fá mér kaffi og skoða í búðir. 
Eftir að ég byrjaði að vinna í ferðaþjónustu kynntist ég borginni enn betur, þar sem ég þurfti að vera í stakk búin til að veita ferðamönnum meðmæli um áhugaverða staði. 
Því datt mér í hug að deila með ykkur nokkrum af  uppáhaldsstöðunum mínum í Reykjavík.



Safngarður Einars Jónssonar. 

 Mynd

Þegar ég var í menntaskóla fór ég oft niður í bæ eftir skóla,  fékk ég mér kaffi og fór og settist niður í safngarðinum og virti fyrir mér útilistaverkin. Þessi garður  er minn staður og hefur mjög róandi áhrif á mig. Mér finnst mjög gott að koma þarna og vera ein með sjálfri mér og skrifa eða taka myndir. Skúlptúrar Einars Jónssonar eru svolítið drungalegir sem hefur alltaf heillað mig. 


Sandholt bakarí 


Eitt flottasta bakarí landsins. Sandholt stækkaði við sig fyrir stuttu og eru nú með stærri aðstöðu fyrir kaffihús. Algjört ævintýraland fyrir sælkera, góð brauð, girnilegar kökur og  handgert súkkulaði sem er tilvalið í gjafir. Get ekki mælt nóg með þessum stað. Mér finnst mjög kósý að fara og kaupa mér samloku og heitt súkkulaði í hádeginu og rölta svo um miðbæinn.


Sjávargrillið  

 Mynd


Sjávargrillið er uppáhalds veitingastaðurinn minn í miðbæ Reykjavíkur og sá eini sem ég mæli með við alla mína gesti í vinnunni. Góð og vingjarnleg þjónusta, þægilegt umhverfi og dásamlega góður matur. Hef aldrei gengið út ósátt. Þessi staður er þó svolítið spari, þar sem það er ekki á færi námsmanns að fara fínt út að borða hvenær sem er 


Tíu dropar/Chateux des dix gouttes 

 Mynd


Kaffihús á Laugaveginum með mjög kósý stemmningu, hentar bæði fyrir stefnumót eða vinkonuhitting. Tíu dropar hefur verið uppáhalds kaffihúsið mitt frá því ég var í menntaskóla. Fer þangað mjög oft með vinum að fá mér kjötsúpu og rauðvín. Ostaplattinn er líka góður og staðurinn býður upp á lifandi tónlist á kvöldin. Stemmingin minnir mig svolítið á mína ástkæru París og gæti það verið þess vegna sem ég kann svo vel við Tíu dropa. 



The coocoo´s nest 

 Mynd 

Coocoo´s nest er veitingastaður við gömlu höfnina, og einn sá besti brunch staður sem ég veit um. Matseðilinn hjá þeim er breytilegur, en ég mæli með að grípa pizzu hjá þeim á fimmtudagskvöldum, Taco á þriðjudögum eða brunch um helgar. Ég er allavega orðin fastagestur á þessum sjarmerandi stað. 


 Þangað til næst 
XX
-A 

 

No comments:

Post a Comment