Monday, October 13, 2014

Undanfarið

Síðasta vika var strembin en yndisleg á sama tíma.Ég eyddi fimm dögum á Siglufirði á vegum háskólans fyrir lokaverkefnið mitt. Siglufjörður er einn af mínum uppáhalds stöðum á landinu og ég hef alltaf heillast af fegurðinni sem umkringir bæinn, jafnt sem sögu hans. 
Þrátt fyrir að ég skemmti mér mjög vel var líka mjög gaman að koma heim, og eyða rólegri helgi með vinum og fjölskyldu, kaffi, nýjum flóamarkaðskaupum og bíóferð. 
Hér koma svo nokkrar myndir frá undanförnum dögum...


Sæluhús á Siglufirði 
Útsýnið 
Skemmtilegir gluggar
Gamall lúinn bátur  
Sund á Hofsósi
Laugardagsdraumaprins
Flóamarkaðskaup: Isabel Marant x HM pallíettubuxur og fjólublá rúllukragapeysa
Haust í Reykjavík 
Sæta Rakel á vinkonukaffideiti
Sunnudagsbíódeit með pabba: outfit kvöldsins 
Vikan byrjaði vel með smá makeover morgni 

Glamour! 


Endilega fylgið mér á Instagram til að fá glefsur úr mínu daglega lífi. Þið finnið mig undir notendanafninu andrearikhards.

xx
-A









No comments:

Post a Comment