Friday, April 12, 2013

Hamingja







Hamingjan er eitt það mikilvægasta sem við eigum og upplifum í lífinu.
Það er sama hvað þú átt og hversu mikið þú átt af því, fallegt hús, falleg föt , peningar. Ef þú hefur ekki hamingjuna hefur þú lítið. 
Eins og allir hlutir sem vert er að eiga eða upplifa er vegferðin að hamingjunni ekki auðveld. Hamingjan er viðkvæmt blóm sem þarfnast réttrar meðhöndlunar til að geta blómstað og dafnað.

Að öðlast hamingju er líflangt verkefni, verkefni sem við munum þurfa að takast á við hverja einustu mínútu, á hverjum einasta degi, alla daga þar til við kveðjum þennan heim.
Ég trúi því að  það að vera hamingjusamur einstaklingur er og þarf að vera meðvituð ákvörðun hjá hverjum og einum, sama hvort maður leitast eftir hamingjunni í örmum annars eða í sínu eigin hjarta. 

Orðin á myndinni hér að ofan er eitthvað sem ég reyni eftir fremsta megni að tileinka mér í lífinu dags daglega og hafa þau reynst mér mikil hjálp þegar allt virðist vonlaust.
Ég reyni  eins og ég get að finna hamingju í smáatriðunum og hversdaglegum hlutum, sama  hversu lítilvæg þau kunna að virðast öðrum. Því rétt eins og við erum öll frábrugðin hvort öðru á þessari jörð eru hlutirnir og manneskjurnar sem færa okkur hamingju það líka.

Í staðinn fyrir að bíða eftir því að eitthvað mikilfenglegt og stórkostlegt muni gerast          (og verða svo fyrir vonbrigðum þegar ekkert gerist) ættum við sjálf að leita uppi hamingjuna. Að læra að finna eitthvað jákvætt, sama hversu lítið það er og sama í hvaða aðstæðum við lendum í.

Til þess að hjálpa sjálfri mér í leit minni að hamingju og vonandi veita ykkur innblástur til að gera slíkt hið sama,  mun ég reglulega deila með ykkur litlu, hversdagslegu hlutunum sem færa mér hamingju í lífinu. Þetta er fyrsta færslan og hér er það sem veitir mér hamingju þessa dagana......





1. Að skrifa     

Ekkert í þessum heimi færir mér eins mikla hamingju og von á erfiðum tímum og að skrifa. Að geta komið hugsunum mínum og tillfininningum niður á blað og út úr kollinum á mér veitir mér svo mikla sálarró. Sérstaklega þar sem ég er týpan sem á það til að ofhugsa hlutina, en um leið og penninn snertir blaðið ( á ég er gamaldags, mér þykir best að skrifa með penna á blað) er eins og allt þurrkist út, eða verði allavega auðveldara að eiga við. 


2. Rauður varalitur 

Stundum finnst mér eins og rauður varalitur sé töfrum gæddur. Sama hvaða aðstæðum ég er í, hvort sem ég þarf á  smá auka kjark að halda,þarf að peppa mig upp eða vil bara vera fín þá kemur rauði varaliturinn mér til bjargar. 


3. Fyrstu vordagarnir 

Fyrstu vordagar ársins veit mér svo mikla von og gleði, allt virðist auðveldara, andrúmsloftin virðist fyllast af gleði og  fólk virðist almennt mun léttara á brún. Ekki sakar að loksins er hægt  að draga fram sólgleraugun og léttari yfirhafnir. Daginn að lengja og yndislegasti tími ársins er framundan: Íslenska sumarið. 


4. Karamellute

Þegar ég var lítil  og borðaði morgunverð með ömmu minni drukkum við alltaf karamellute saman. Fyrir mér er karamellute eins og faðmlag í bolla. Það minnir mig á dýrmætar barnæskuminningar. 

5. Hvolpar 

Fann þetta  myndband í gegnum norska bloggið Hjartesmil
Hvolpar eru svo yndislegir gleðigjafar!




Hafið það gott 








-

No comments:

Post a Comment