Ég elska borgina mína og ég elska endalausa flóru veitingastaða sem er að finna í miðbæ Reykjavíkur. Ég elska alls konar matargerð og þykir það mikil forréttindi að geta gengið að svo fjölbreyttri flóru veitingahúsa hér í litlu Reykjavík.
K - bar er tiltölulega nýtt veitingahús og er staðsett við hliðina á OK hotel ofarlega á Laugaveginum. Fyrst þegar ég heyrði af þessum stað var ég mjög spennt að prófa. Kalifornískur/Kóreskur? Count me in!
Loksins kom að því, föstudaginn í síðustu viku lá leið mín á K - bar í hádegismat.
Það fyrsta sem ég tók eftir er að veitingahúsið er skemmtilega og hlýlega innréttað. Þetta er staður þar sem er huggulegt að sitja, borða góðan mat og spjalla.
Matseðilinn breytist aðeins frá degi til dags, en samkvæmt þjóninum okkar eru þó ákveðnir réttir sem rata oftast á matseðilinn. Ég pantaði mér krabbasamloku, en krabbakjöt er í miklu uppáhaldi hjá mér og ég vissi ekki einu sinni að það fengist hér á landi, svo þið getið ímyndað ykkur ánægju mína yfir þessari uppgötvun. ( Fyrir það hvað hún er lítil lumar Reykjavík á dásamlegum leyndarmálum).
K - bar er líka með Hoegaarden bjór á krana, sem kemur í risa stóru glasi, ég stóðst ekki mátið og pantaði mér glas - ekta föstudags!
Sumarbjór!
Franskar með sterku majónesi
Krabbasamlokan fræga!
Ég mæli eindregið með K -bar. Maturinn er góður og þjónustan vingjarnleg. Það er líka opið á kvöldin og ég get ímyndað mér að þá sé stemmingin skemmtileg. Ég get ekki beðið eftir að fara aftur og fá að prófa kvöldverðarseðilinn þeirra.
P.S. Fyrir þá ævintýragjörnu og forvitnu ( eða bara hvern sem er), þá býður K - bar upp á Cronut, sætabrauð sem hefur verið vinsælt í Bandaríkjunum upp á síðkastið og er einskonar croissant kleinuhringur.
No comments:
Post a Comment