Ég skil ekki alveg hvernig það gerðist... Tíminn flaug hjá og allt í einu er kominn Desember! Ég er búin að vera með nefið í bókunum undanfarna mánuði og ekki gert mikið annað svo ég hef ekki alveg áttað mig á hversu hratt tíminn hefur liðið. En ég hugsa að þetta sé það sem gerist þegar tíminn er talinn í skiladagsetningum.
Jólin hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Þessi tími árs er alltaf yndislegur en eftir því sem árin færast yfir finnst mér merking hátíðanna breytast í huga mér.
Þegar ég var barn voru gjafirnar alltaf það mest spennandi, en í dag lít ég jólin öðrum augum. Það er alltaf gaman að fá fallega innpakkaða gjöf sem hefur verið valin af kostgæfni en ég átta mig nú á því að dýrmætasta gjöfin er tíminn sem við fáum með fjölskyldu og ástvinum. Tími er ekki sjálfsagður hlutur.
Þess vegna hlakka ég einstaklega mikið til að eyða þessum tíma sem framundan er með þeim sem ég elska og skapa minningar til framtíðar.
Gleðilega aðventu kæru vinir!
Some thougts on time and my feelings about Christmas, how they have shifted with age. Happy advent!
X
-A