Tuesday, December 9, 2014

Sparkles

Ég get stundum verið svolítið eins og hrafn.

 Ég heillast vandræðalega mikið af öllu því sem glitrar. Þess vegna þegar ég rakst á þennan kjól missti ég andann svolítið. Þessi kjóll væri fullkominn fyrir allar jólaveislurnar og áramótin. 

Því miður er verðmiðinn ekki alveg  námsmannavænlegur en ég mun fylgjast vel með og vona að hann fari á útsölu eftir áramót, 



fæst hér


Svo fallegur! 

Eigið góðan dag 


XX

-Andrea 


Monday, December 8, 2014

Mánudagur

Gleðilegan mánudag! 
Mér þykir gott að byrja vikuna á því að minna sjálfa mig á hversu heppin ég er, því í ys og þys hversdagsins og öllu því stressi og áreiti sem honum fylgir tekur ekki langan tíma að mikla fyrir sér lítil vandamál. 
Í dag náði ég langþráðu takmarki,  að skila lokaritgerðinni minni. Nú á ég eitt próf eftir og svo tekur við jólaundirbúningur.  Spennó!




XX
-A




Saturday, December 6, 2014

New in #1

   
New in #1



Nú sé ég loksins fyrir endann á prófatíð, aðeins eitt próf eftir í næstu viku
 og svo er ég búin! 

Það verður kærkomið og langþráð frí frá námi sem tekur við ! 
Mikið verður yndislegt að lesa bækur sem eru ekki til prófs,
 drekka heitt súkkulaði í miklu magni og loksins að hitta vini mína. 
Ég var veik  um síðustu helgi og þar sem ég svaf nánast allan sunnudaginn
 var ég andvaka um nóttina og þetta gerðist... 
Pantaði mér þessa tvo fallegu kjóla af Asos sem ég er búin að mæna á lengi.
 Hlakka mikið til að fá þá í hendurnar 



english// Two beautiful dresses that I bought from Asos last week. 
Can´t wait to get them home! 


New in #1 by andreafr featuring a white dress






XX
-A








Monday, December 1, 2014

Desember.



Ég skil ekki alveg hvernig það gerðist... Tíminn flaug hjá og allt í einu er kominn Desember! Ég er búin að vera með nefið í bókunum undanfarna mánuði og ekki gert mikið annað svo ég hef ekki alveg áttað mig á hversu hratt tíminn hefur liðið. En ég hugsa að þetta sé það sem gerist þegar tíminn er talinn í skiladagsetningum. 


Jólin hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Þessi tími árs er alltaf yndislegur en eftir því sem árin færast yfir finnst mér merking hátíðanna breytast í huga mér. 
Þegar ég var barn voru gjafirnar alltaf það mest spennandi, en í dag lít ég jólin öðrum augum. Það er alltaf gaman að fá fallega innpakkaða gjöf sem hefur verið valin af kostgæfni en ég átta mig nú á því að dýrmætasta gjöfin er tíminn sem við fáum með fjölskyldu og ástvinum. Tími er ekki sjálfsagður hlutur. 
Þess vegna hlakka ég einstaklega mikið til að eyða þessum tíma sem framundan er með þeim sem ég elska og skapa minningar til framtíðar. 

Gleðilega aðventu kæru vinir!


Some thougts on time and  my feelings about Christmas, how they have shifted with age. Happy advent! 


X
-A