Eins væmið og það kann að hljóma þykir mér húðin svolítið eins og kort sem segir okkur sjálfum og öðrum hvar við höfum verið í lífinu og hvert við stefnum. Ör, fæðingarblettir og húðflúr segja öll sína sögu.
Tattoo er skuldbinding, eitthvað sem þú losnar ekki svo auðveldlega við (nema þá að borga fúlgur fjár fyrir). Því hef ég ákveðið, að minnsta kosti tímabundið að einbeita mér að annarri útfærslu af húðflúrum sem krefjast ekki eins mikillar skuldbindingar en koma álika vel út.
Etsy og Pinterest eru stór hluti af netrúntinum hjá mér og ég gæti eytt heilu dögunum í að skoða og leita að innblæstri og finna til fallega hluti sem mér líst vel á.
Til gamans tók ég saman fallegustu " tyggjótattooin" sem ég fann.
Þetta fallega flúr fann ég hér. Mér þykir mjög vænt um þessa tilvitnun, því mér þykir við sjálf og samfélagið í auknum mæli og oft setja óraunhæfar kröfur um að "vera með sitt á hreinu". Er einhvern tíma nokkur maður með sitt á hreinu? Og hefur það ekki mismunandi merkingu fyrir hvern og einn? Stundum er það besta í stöðunni að láta sig berast með straumnum og það er ekkert að því.
Þetta er húðflúr sem ég myndi íhuga að fá mér.
Ég dreg mikla huggun úr orðum og ég veit að þessi setning myndi hvetja mig áfram. Uppgjöf er ekki valkostur!
Þetta er líka húðflúr sem ég myndi íhuga að fá mér fyrir alvöru,
einfalt og fallegt.
Mér þykir mjög fallegt að vera með húðflúr á bakvið eyrað, þetta er óvenjuleg staðsetning en kemur vel út ef flúrið er fallegt. Þessar nótur eru skemmtilegar og ég hef oft íhugað að fá mér svipað húðflúr.
Þetta þykir mér flott og sumarlegt. Lífið er alltaf bjartara og léttara á sumrin.
Þá er spurning, hvert af þessum á að prófa fyrst?
XX
-A